Golfklúbbur Djúpavogs vinnur nú að því að koma upp nýjum 9 holu golfvelli á Bragðavöllum, í Hamarsfirði rétt fyrir utan Djúpavog. Þetta er metnaðarfullt verkefni sem krefst verulegs undirbúnings og fjármögnunar, og við leitum því til fyrirtækja og velunnara sem vilja styðja við uppbyggingu golfvallar sem mun þjóna samfélaginu til framtíðar.
Markmiðið með verkefninu er að efla áhuga fólks í sveitarfélaginu á golfíþróttinni og skapa aðstæður fyrir öflugt barna- og unglingastarf. Við teljum að nýr völlur á Bragðavöllum verði mikilvægt framfaraskref fyrir svæðið, bæði sem afþreyingarkostur fyrir heimamenn og sem aðdráttarafl fyrir gesti.
Þeim sem vilja leggja verkefninu lið er bent á reikning félagins hér fyrir neðan
0169-05-401221
491194-2199